Umhverfisstefna og ábyrg ferðaþjónusta
Umhverfisstefna ALP hf og ábyrg ferðaþjónusta.
ALP hf er leiðandi Bílaleiga á Íslandi sem hefur sérleyfi fyrir vörumerkin Avis, Budget og Payless. ALP fylgir ábyrgri umhverfisstefnu og vinnur að stöðugum umbótum til þess að draga úr umhverfisáhrifum sem rekstur bílaleigu getur haft í för með sér. Þetta gerir fyrirtækið með því að uppfylla lög og reglugerðir um umhverfismál og taka tillit til umhverfismála í allri starfsemi sinni.Til stuðnings á þessu hefur ALP skrifað undir viljayfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu sem Íslenski ferðaklasinn og FESTA (miðstöð um samfélagsábyrgð) bera ábyrgð á.
Með viljayfirlýsingunni ásetur fyrirtækið sér að sýna samfélagslega ábyrgð með því að stuðla að því í öllum sínum rekstri að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar.
Við undirrituninni einsetur ALP sér að:
1. Ganga vel um og virða náttúruna með því að:
- Stuðla að pappírslausum viðskiptum eftir fremsta megni.
- Nota umhverfisvænar vörur þegar mögulegt er þar með talið að velja umhverfisvænar vörur til þrifa og viðhalds bifreiða.
- Vera frumkvöðlar í að rafmagnsvæða bílaflota – og er markaðsátak hafið því til stuðnings - Avis „ Í átt til framtíðar“
- Flokka úrgang á starfsstöðvum.
- Auka hlutfall umhverfisvænna bifreiða í bílaflotanum og þannig draga úr útblæstri C02.
- Leggja áherslu á góða umgengni við náttúru landsins með því að upplýsa og fræða viðskiptavini og starfsmenn um mikilvægi þessa.
2. Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi.
- Allir viðskiptavinir ALP fá upplýsingabæklinga um sérstök aksturskilyrði, hámarkshraða og fleira sem einkennir íslenska vegakerfið. Bæklingar eru afhentir um leið og lyklar auk þess sem starfsfólk upplýsir um sérstök atriði ef þess telst þörf eins og varðandi veðurspá og svo framvegis.
- Sérstök upplýsandi speglaspjöld eru í öllum bifreiðum fyrirtækisins sem hvetja til öryggis á vegum landsins.
- Reynt er eftir fremsta megni að ráðleggja viðskiptavinum um val á bíl sem hentar best þeirra ferðalagi.
3. Virða réttindi starfsfólks.
- Það er stefna Alp að uppfylla kröfur laga um jafnlaunastefnu þ.e að öllum óháð kyni og uppruna séu greidd jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt og sambærileg störf. Það er enginn kynbundinn launamunur til staðar hjá fyrirtækinu.
- Til að uppfylla skilyrði laganna og jafnlaunastefnunnar er ákveðið verklag viðhaft við launaákvarðanir innan fyritækisins sem hefur það að markmiði að tryggja heildaryfirsýn yfir laun, stöðugar umbætur á launakerfinu, eftirlit með kynbundnum launamun og viðbrögð sem felast í því að leiðrétta launamun komi hann í ljós.
4. Hafa jákvæð áhrif á allt nærsamfélagið
- Vinna markvisst að fræðslu og þjálfun starfsfólks til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af völdum starfsseminnar og fara vel með auðlindir.
- Alp gerir sér grein fyrir að fyrirtækið er fólkið sem starfar í fyrirtækinu –af starfsfólkinu skapast ímynd félagsins. Þess vegna er mikið lagt upp úr að velja starfsfólk sem tekur ábyrgð á umhverfinu og eru fyrirmyndir hvort sem er utan eða í vinnu.
- Hvetja starfsfólk að vera góð fyrirmynd í umhverfismálum á öllum vígstöðum sama hvort sem það er heima, í fríi eða í vinnu.