Avis Preferred - forgangsþjónusta
Gakktu í lið við vildarþjónustuna okkar og njóttu lífsins á hraðbrautinni
Sem meðlimur vildarþjónustu okkar hefur þú þau fríðindi að hafa aðgang að forgangsþjónustunni okkar. Auk þess, ef þú bókar bíl beint hjá okkur þá ert þú að fá bestu fáanlegu kjörin af bíl frá AVIS
Hér eru dæmi um þau fríðindi sem að þú getur nýtt þér:
- Inneign að andvirði 15€ að tveimur leigum loknum
- Forgangsþjónusta í hvert skipti – skelltu þér í forgangsröðina okkar, þar bíður þín fyrirfram útfylltur leigusamningur og reiðubúinn bíll.
- Sérstakur aðgangur að okkar nýjustu bílum
- Inneignarbréf fyrir frírri helgarleigu eftir fyrstu þrjár leigurnar þínar
- Bíllyklarnir og pappírsvinnan bíður eftir þér – á völdum staðsetningum munu bíllyklarnir og pappírsvinnan bíða eftir þér í bílnum þínum
- Bíllinn þinn er lagður í þægilegustu bílastæðunum sem að völ er á
Avis Preferred vildarþjónustan er aðgengileg í 3,000 leigustöðum á heimsvísu – og aðgangurinn er algjörlega ókeypis!
Þú getur bókað beint í gegnum þessa vefsíðu til þess að ganga í skugga um að þú sért skráð/ur í Avis preferred aðganginn þinn.
Á sumum leigustöðum mun bíllinn þinn bíða eftir þér með bíllyklunum innanborðs, svo að þú getir sneytt framhjá afgreiðsluborðinu alfarið.*
Hefur þú leigt með okkur síðastliðna 6 mánuði? Þú getur bætt við eldri leigum afturvirkt við vildarþjónustu aðganginn þinn. Með því getur þú fengið þín fríðindi enn fljótar.
Til þess að fá aðstoð með nýskráningu eða almenna aðstoð vegna aðgangs þíns, þá getur þú haft samband við Avis Preferred þjónustufulltrúa okkur í gegnum preferred@avis.is
Vildarþjónustu Þrep
Því fleiri leigur sem að þú bókar í gegnum Avis Preferred aðganginn þinn, því meiri fríðindi færð þú. Vildarþjónustan okkar er skipt í þrjú þrep, sem byggja á leigum þínum hjá okkur yfir síðasta ár. Það eru glæsileg fríðindi í boði – allt frá uppfærslum á bílum til frírra helgarleiga.
Skráningin í Avis Preferred er ókeypis, ef að leigt er innan fyrstu 60 dagana frá nýskráningu færð þú inneign að andvirði 100 €, sem að dregur þig nær næsta vildarþjónustuþrepi okkar, Avis Preferred Plus. Þessi inneign verður löggð inn á reikninginn þinn innan 5 daga frá skilum bílaleigubílsins, frá þeim tíma er inneignin sýnileg frá netreikningi þínum. Þessi inneign á aðeins við nýskráða vildarþjónustumeðlimi.
Ef þú leigir hjá okkur í 5 skipti eða oftar (og leigir fyrir lágmark 1,000 €) innan árs þá verður þú sjálfkrafa meðlimur í Avis Preferred Plus. Þá getur þú nýtt þér forgangsbíla þjónustuna okkar og fengið endurgjaldslausa uppfærslu á bílaleigubílnum þínum (uppfærsla um einn bílflokk) hvenær sem völ er á. Einnig geta meðlimir Avis Preferred Plus fengið skráðan auka ökumann án neins kostnaðar, auk fríðindanna sem að eru innifalin í Avis Preferred.
Við tíundu leigu (sé leigt fyrir lágmark 2,000 €) færð þú uppfærslu í hæsta þrep vildarþjónustu okkar, Avis President‘s Club. Ásamt þeim fríðindum sem eru innifalin í Avis Preferred og Avis Preferred Plus, þá tryggjum við þér einnig endurgjaldslausa uppfærslu á bílflokki þínum á leigustöðum okkar sem eru staðsettar við lestarstöðvar eða á flugvöllum. Einnig bjóðum við þér upp á endurgjaldslausa uppfærslu á bílflokki þínum á leigustöðum okkar í miðbæjum, sé valmöguleikinn fyrir hendi – einnig bjóðum við upp á endurgjaldslausa uppfærslu um tvo bílflokka á helgarleigum, sé valmöguleikinn við hendi, sem og ef að bókunin þín hafi verið gerð með meira en 48 klukkustunda fyrirvara.
Avis Preferred
Þegar þú nýskráir þig í Avis Preferred eru eftirfarandi fríðindi sjálfkrafa þín. Vildarþjónustan er ókeypis og þú færð aðgang að öllum af þessum glæsilegu fríðindum.
- Forgangsþjónusta í biðraðir
- Úttektarmiði fyrir uppfærslu ** - Fengið einu sinni við hverja nýskráningu að lokinni leigu númer tvö.
- Inneign að andvirði 15 € - Fengið einu sinni við hverja nýskráningu að lokinni leigu númer tvö.
- Inneignarbréf fyrir frírri helgarleigu* - Fengið einu sinni við hverja nýskráningu að lokinni leigu númer tvö.
Avis Preferred Plus
Vildarþjónustumeðlimir sem að leigja fyrir meira en 1,000 € á 5 eða fleiri leigum innan árs fá sjálfkrafa uppfærslu í Avis Preferred Plus, sem að opna fyrir eftirfarandi fríðindi:
- Forgangsþjónusta í biðraðir
- Uppfærlsla á bílflokki**
- Forgangsþjónusta að bílflokkum
- Inneignarbréf fyrir frírri helgarleigu* - Fengið einu sinni við hverja nýskráningu að lokinni leigu númer þrjú.
- Ókeypis auka ökumaður.
Avis President‘s club
Vildarþjónustumeðlimir sem að leigja fyrir meira en 2,000 € á 10 eða fleiri leigum innan árs fá inngang í hæsta vildarþjónustuþrepið okkar – Avis President‘s Club. Auk fríðindanna sem eru innifalin í Avis Preferred og Avis Preferred Plus hlotnast þeir einstaklingar eftirfarandi fríðinda:
- Forgangsþjónusta í biðraðir
- Uppfærlsla á bílflokk **
- Forgangsþjónusta á bílflokkum
- Tvöföld uppfærsla á bílflokkum um helgar, sé framboð til þess **
- Inneignarbréf fyrir frírri helgarleigu* - Fengið einu sinni við hverja nýskráningu að lokinni leigu númer þrjú.
- Tryggð stök bílflokks uppfærsla ***
- Ókeypis auka ökumaður.
* Eldsneytiskostnaður, auka þjónusta og flugvallaskattar eru ekki innifaldnir.
** Háð framboði við komu. Ekki mögulegt fyrir smárútur eða lúxusbíla, né fyrir leigur sem að eru lengri en 14 daga.
*** Tryggð uppfærsla á leigustöðum okkar við flugfelli og lestarstöðvar. Háð framboði á leigustöðum okkar í miðbæjum.
Hvernig skal skrá sig í Avis Preferred
Þú getur nýskráð þig með auðveldum hætti í gegnum internetið:
Hafðu ökuskírteinið þitt og kreditkortið þitt við höndina. Með því að skrá niður upplýsingar um þig í gegnum nýskráningu þarft þú ekki að gefa upp þær upplýsingar aftur, hvort sem þú bókar bíl í gegnum netið, appið okkar eða símleiðis.
Skráðu þig í gegnum netið. Nýskráning í vildarþjónustuna okkar í gegnum netið er fljótlegt ferli og tekur ekki meira en nokkrar mínútur. Með því að nýskrá þig í gegnum netið flýtir þú fyrir öllum bókunum í framtíðinni.
Þegar þú ert reiðubúin/n til þess að gera bókun hjá okkur þarft þú einfaldlega að skrá þig inn á vefsíðunni okkar, eða að gefa upp vildarþjónustunúmerið þitt símleiðis. Þú getur þá nýtt fríðindinna þinna við næstu leigu.
Þegar þú gerir bókun, þarft þú einnig að gangast undir bókunarskilmála viðkomandi landa sem að þú gerir bókun hjá. Sumir viðskiptareikningar innihalda ekki öll fríðindin, eins og uppfærslu á bílum – ásamt því að hækka í vildarþjónustuþrepunum – en þú munt samt sem áður geta nýtt þér forgangsþjónustu Avis Preferred.
* Vinsamlegast taktu eftir að það er afar mikilvægt að kreditkortanúmer hverrar leigu sé það sama og er skráð í aðgangi þínum að Avis Preferred. Ef þú hyggst nota annað kreditkort, vinsamlegast uppfærðu kreditkorta upplýsingarnar þínar inni á þínu netsvæði innan vefsíðu okkar, það sama gildir ef að kreditkortið þitt rennur út.
Hvernig þú getur fylgst með aðildinni þinni
Um leið og þú hefur skráð þig inn í Avis Preferred aðganginn þinn getur þú fylgst með framför þinni innan vildarþjónustuþrepa okkar. Þar getur þú séð fjölda leiga og þá upphæð sem þú hefur eytt í leigur hjá okkur. Einnig getur þú skráð leigur sem vantar inn á ásamt því að spyrja okkur spurninga.
Þetta er því þitt heimasvæði sem að þú getur nýtt þér til þess að skoða bókunarsögu þína, uppfært tengiliðaupplýsingar og séróskir þínar. Einnig getur þú uppfært kreditkortaupplýsingar þínar á þessu svæði.
Ef að þú ert núverandi Avis Preferred meðlimur en hefur ekki rafrænan aðgang – eða að þú sért með virkan Avis aðgang en hefur ekki skráð þig í Avis Preferred vildarþjónustuna okkar – getur þú skráð þig og samtengt aðganga þína hér, smelltu einfaldlega á „ég hef nú þegar aðgang“ hnappinn.
Aðildalönd Avis Preferred
Að lokum, Avis Preferred vildarþjónustan okkar er aðgengileg um allan heim af meðlimum sem koma frá eftirfarandi löndum:
Austurríki, Belgía, Tékkland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ísland, Írland, Ítalía, Lúxemborg, Holland, Noregur, Pólland, Portúgal, Suður-Afríka, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland og Bretland.
Fríðinda vildarþjónstunar er einungis hægt að nálgast í ofangreindum löndum
* Vinsamlegast athugið að Íslensku Avis Preferred fríðindin eiga aðeins við á leigustöð okkar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í höfuðstöðvum okkar í Holtagarði.
Skráðu þig í Avis Preferred núna
Það er mjög einfalt að skrá sig í vildarþjónustuna okkar. Smelltu hér til að byrja
Smáa letrið
- - Til að ganga frá skráningu í Avis Preferred - forgangsþjónustuna, þarft þú að gefa upp ökurskirteinisnúmerið þitt, kreditkortanúmer, tölvupóstfang og að skrá þig fyrir fréttabréfi Avis. Þar að auki þarft þú að fylgja almennum leiguskilmálum þess lands sem þú átt viðskipti við.
- - Til að ganga frá skráningu í Avis Preferred -forgangsþjónustuna, þarft þú að gefa upp ökurskirteinisnúmerið þitt, kreditkortanúmer, tölvupóstfang og að skrá þig fyrir fréttabréfi Avis. Þar að auki þarft þú að fylgja almennum leiguskilmálum þess lands sem þú átt viðskipti við.
- - Ávallt þarf að gefa upp Avis Preferred – viðskiptamannanúmerið við bókun svo hægt sé að bæta leigunni við viðskiptasögu þína. Leigur verða sýnilegar á Mínar síður innan fimm virkra daga frá skiladegi síðustu leigu.
- - Avis Preferred – meðlimir verða að sækja um bílaleigubíl með minnst fjögurra klukkustunda fyrirvara. Vinsamlegast tryggið að viðskiptamannaupplýsingarnar þínar séu ávallt uppfærðar og réttar (meðal annars tölvupóstfangið þitt og kreditkortanúmer).
- - Avis Preferred - tryggðarþrepin eru reiknuð út frá viðskiptasögu þinni við Avis síðustu 12 mánuði frá skráningu og fyrir almenna fólksbíla. Erlendis má finna Avis Select Series – og Avis Prestige - bílaflokka og teljast leigur úr þeim flota einnig til fríðindaávinnings.
- - Forgangur að nýjasta bílflotanum okkar er háð því skilyrði að þeir séu lausir á umræddum leigutíma og leigustöð.
- - Fríar helgarleigur eru í gildi í þeim löndum sem koma fram á gjafabréfinu þínu og gildir fyrir allt að þriggja daga leigu yfir helgi, fyrir lítinn eða miðlungsstóran bíl. Innifalið í gjafabréfinu eru grunntryggingar, skyltu tryggingar (PAI + CDW) og skattar. Allar viðbótarþjónustur sem og önnur gjöld eru ekki innifalin.
- - Fríar helgarleigur verða að vera bókaðar í gegnum hlekk sem kemur fram á gjafabréfinu þínu.
- - Fríar uppfærslur um bílflokka er háð því skilyrði að bílar séu lausir á umræddum leigutíma og leigustöð.
- - Ekki er hægt að uppfæra bílaleigubíl í smárútur eða sendibíla hér á landi sem og annarsstaðar né lúxusbílaflokka sem eru í boði erlendis. Þá gilda fríðindin heldur ekki fyrir leigur sem eru lengri en 14 daga.
- - Fyrir Avis Preferred Plus – meðlimi er uppfærsla um einn bílflokk háðar því að bílar séu lausir á umræddum tíma og á umræddri leigustöð. Uppfærsla um tvo bílflokka, sem heyrir undir Avis President‘s Club – meðlimi, er einnig háð því að bílar séu lausir.
- - Avis President‘s – meðlimir geta uppfært um einn bílaflokk á flugvöllum, lestarstöðvum og í miðborgum stærstu borga Avis Preferred - landa. Á Íslandi er eingöngu hægt að nýta Avis Preferred – fríðindin á leigustöð okkar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík.
- - Fyrirtæki: Athugið að ferðaskilmálar sem sum fyrirtæki hafa sett sér geta hugsanlega komið í veg fyrir að hægt sé að nýta sér fríðindaávinnslu Avis Preferred – vinsamlegast athugið hjá ykkar viðskiptastjóra. Við mælum hins vegar með að gerast Avis Preferred – meðlimur og njóta þannig forgangsþjónustu okkar.