Welcome to Avis

Jafnréttisáætlun ALP 2024 - 2026

Stefna ALP bílaleigu í jafnréttismálum er að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna innan vinnustaðarins. Í áætluninni eru sett upp markmið og aðgerðaráætlanir til að ná þessum markmiðum.

Jafnréttisáætlunin gildir fyrir allt starfsfólk ALP. Jafnréttisáætlunin er sett fram samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr.150/2020, og annarra laga og krafna er snúa að jafnrétti.

ALP hlaut jafnlaunavottun undir lok árs 2021. Eftir það hefur viðhaldsvottun verið ár hvert og þriðja hvert ár er endurvottun.

 

Markmið

Markmið ALP leggur áherslu á jafnan rétt kynjanna til launa, stöðuveitinga, starfa og þátttöku í nefndum og störfum meðal allra starfsstétta ALP. Starfsfólk ALP skal enn fremur njóta sömu tækifæra, réttinda og starfsaðstæðna óháð kynþætti, þjóðerni, trúarbrögðum eða öðrum þáttum.

 

Eftirfarandi eru markmið ALP:

 

1. Starfsfólk skal njóta sömu launa og kjara fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf, óháð kyni

2. Starf sem laust er til umsóknar skal standa öllum opið, óháð kyni

3. Lögð er áhersla á að starfsþjálfun og endurmenntun standi öllu starfsfólki til boða, óháð kyni.

4. Lögð er áhersla á að starfsfólk geti samræmt vinnutíma og fjölskyldulíf eins og kostur er.

5. Starfsfólki skal auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna brýnna fjölskylduaðstæðna

6. Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni er ekki liðin á vinnustaðnum.