FRÉTTIR
Ferðagjöf
"Við gerum betur"
Áhersla Avis er að leigja út gæða bíla og veita gæða þjónustu. Avis veitir viðskiptavini sínum það sem hann þarf, þegar hann þarf þess.
Bílaleiga Avis hefur fjölda leigustöðva um land allt sem þýðir að viðskiptavinir geta auðveldlega fengið bíl á einum stað og skilað honum á öðrum. Viðskiptavinir geta líka treyst því að Avis er bílaleiga sem er ávallt með gott úrval af nýjum bifreiðum og vinnur stöðugt að því að gera bókun á bílaleigubíl eins aðgengilega og einfalda og kostur er.
Bílaleiga Avis er skipað öflugu þjónustuveri sem er opið alla virka daga frá 08:00 til 17:00 og laugardaga frá 09:00 til 14:00. Reyndir þjónustufulltrúar bóka bíl fyrir þig hvar á landinu sem er og að sjálfsögðu einnig erlendis.
Avis bílaleiga hefur hlotið fjöldann allan af ferðaviðurkenningum og þar með fest sig í sessi sem framúrskarandi alþjóðlega bílaleiga.
Vinsamlegast hafið samband við þjónustuver í síma 591 4000 til að fá frekari upplýsingar.
26.06.2020
COVID-19
Ráð til viðskiptavina okkar vegna COVID-19 veirunnar
Á þessum tíma þar sem allar fréttaveitur fylgjast grant með framvindu mála Kórónaveirunnar, viljum við koma því á framfæri að við nýtum allar varúðarráðstafanir til þess að gæta öryggis ykkar, og aukum þess vegna sveigjanleika þegar kemur að bókunum.
Öryggi viðskiptavina okkar og stafsfólks skiptir okkur gríðarlegu máli og við fylgjust náið með framvindu mála og nýtum allar ráðlagðar ráðstafanir frá WHO, World Health Organisation og yfirvöldum varðandi útbreiðslu vírusins. Markmið okkar er að tryggja að við mætum þörfum viðskiptavina okkar á sama tíma og við gætum öryggis ykkar og starfsmanna okkar.
Vinsamlegast athugið að vegna samkomubanns gætu hafa orðið breytingar á opnunartímum okkar á landinu.
Vinsamlegast hafið samband við þjónustuver í síma 591 4000 til að fá frekari upplýsingar.
Bilanasími
Vegna bilana í bílaleigubíl frá Avis, vinsamlegast hringið 824 4000
Hvað skal ég gera ef COVID-19 veirufaraldurinn hefur áhrif á bókunina mína?
Við gerum okkar besta til þess að styðja og aðstoða viðskiptavini okkar vegna þessa. Ef þú ert nú þegar búin/nn að bóka bíl og veirufaraldurinn hefur áhrif á bókunina þína, þá getur þú afbókað samkvæmt þessum skilmálum.
*Afbókunargjöld á staðgreiðslubókunum (Borgað við afhendingu) sem veiran hefur áhrif á verða felld niður.
*Afbókunargjöld á fyrirframgreiddum bókunum (Borgar fyrirfram) sem veiran hefur áhrif á verða felld niður.
Þeir viðskiptavinir sem hafa bókað í gegnum þriðja aðila (T.d. ferðaskrifstofu) eru beðin um að hafa beint samband við þann þjónustuaðila.
Hvað með bókanir sem eru ekki beintengdar Koronavírus takmörkunum?
Með auknum sveigjanleika á öllum bókunum, þá geturu breytt eða afbókað án endurgjalds öllum bókunum innan evrópu sem eiga að hefjast fyrir 1. September 2020.
Fyrir bókanir sem eiga að hefjast eftir þann tíma, þá hefuru upp að 72 tímum áður en að bókun hefst til að breyta eða afbóka án endurgjalds.
Til þess að breyta bókunum vinsamlegast hafið samband við bókunarteymið okkar í gegnum netfang: avis@avis.is eða í gegnum síma 591 4000.
Stendur AVIS í auknum varúðarráðstöfunum til þess að sporna á móti dreifingu COVID-19 veirunnar?
Við fylgjumst vel með öllum upplýsingum, ráðum og leiðbeiningum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (e. WHO) til þess að hamla breiðslu veirunnar.
Til þess að vernda viðskiptavini og starfsfólk okkar hvetjum við alla til reglulegs handþvottar og notkun sótthreinsiefna þegar kostur er á. Við notum nú einnig sótthreinsandi efni við bílaþvott.
Við ráðleggjum viðskiptavinum okkar að fylgjast náið með nýjustu færslum Alþjóðaheilbrigðisstofnaninnar og Embætti landlæknis.
06.04.2020
Yfirlýsing í ljósi umræðu um kílómetrastöðu bíla
Avis bílaleiga vill taka það fram vegna umfjöllunnar undanfarna daga þar sem kom fram að bílaleiga hefur fært niður akstursmæla bifreiða sem það seldi frá sér að Avis fordæmir slík vinnubrögð sem eru ólögleg og óverjandi. Avis hefur aldrei og mun aldrei stunda vinnubrögð sem þessi og vill fullvissa alla sína viðskiptavini um að aldrei hefur verið átt við kílómetramæla í bílum sem eru í útleigu hjá fyrirtækinu né þeim sem seldir hafa verið frá fyrirtækinu. Allar útleigur eru rekjanlegar í gegnum þá samninga sem gerðir hafa verið og þar má sjá skýrt hver kílómetrastaða hvers bíls er á hverri stundu.
Avis leggur metnað sinn í að bjóða viðskiptavinum góða vöru og þjónustu og þar skiptir sköpum að tryggja öryggi í bifreiðum sem eru í boði hjá fyrirtækinu og það á líka við þegar þeir eru seldir eftir leigutíma. Bifreiðar Avis eru yfirfarðar í hvert skipti sem leigutímabili lýkur og það má því segja að eftirlit bílanna sé meira en gengur og gerist hjá almenningi og því bílarnir oftar en ekki í betra ásigkomulagi þegar þeir fara á sölu en almennt gerist. Það er lykilatriði til að tryggja áframhaldandi viðskipti og tryggja samkeppnishæfni fyrirtækisins.
Avis starfar með alþjóðlegu vörumerki Avis International og starfar samkvæmt gæðastöðlum og gæðakröfum þeirra.
Það er ljóst að sú háttsemi sem höfð hefur verið uppi við að færa niður kílómetrastöðu í bílaleigubílum sem fara í endursölu hefur neikvæð áhrif á heildarstarfsemi bílaleiga sem hafa verið grunnstoð í uppbyggingu ferðamannaiðnaðarins á Íslandi undanfana áratugi og verið leiðandi afl í að dreifa ferðamönnum um allt landið.
16.02.2019
Avis Budget á Íslandi hlýtur fyrstu verðlaun þriðja árið í röð
Í verðlaununum felst viðurkenning á árangri Avis á Íslandi fyrir að hafa sýnt bæði mestan fjárhagslegan vöxt og framúrskarandi þjónustu á árinu á viðskiptasvæði Avis í Evrópu, Afríku og Mið-Austurlöndum.
Avis Budget Group rekur tvö af þremur alþjóðlegum bílaleigumerkjum í heiminum, Avis og Budget, með um 10.000 leigustöðvar í nærri 200 löndum. Umboðsaðili Avis og Budget á Íslandi er Alp hf. sem rekur 8 leigustöðvar víðsvegar um land.
„Við erum ákaflega stolt af því að hljóta þessa viðurkenningu. Við höfum lagt mikið á okkur til að standa betur undir væntingum og kröfum viðskiptavina okkar um þjónustu og gæði og megináhersla okkar undanfarin ár hefur þess vegna verið að bæta þjónustuferla okkar gagnvart viðskiptavininum“ segir Hjálmar Pétursson forstjóri Avis Budget á Íslandi. „Öll þessi vinna hefur skilað sér og það er stórkostlegt að fá viðurkenningu á því. Það sýnir vel að við hér á Íslandi getum náð frábærum árangri í alþjóðlegum samanburði þegar við leggjum okkur fram.“
Þetta er þriðja árið í röð sem Alp hf. hlýtur viðurkenningu á árlegri ráðstefnu Avis Budget Group, en síðastliðin tvö ár hefur Alp hlotið sambærileg verðlaun fyrir framúrskarandi rekstur og þjónustu Budget bílaleigunnar. Ísland er því fyrsta landið í heiminum sem hlýtur þessa viðurkenningu þrjú ár í röð.
"Við höfum eitt af víðtækasta leyfishafanet bílaleigu í heiminum og leyfishafar okkar eru sendiherrar vörumerkja okkar víðsvegar um heiminn“ segir Jana Siber aðstoðarforstjóri Avis Budget Group. "Avis á Íslandi hefur sýnt framúrskarandi getu til að fjárfesta í vörumerkjum okkar og láta þau vaxa hraðar en á samkeppnismörkuðum og veita um leið frábæra þjónustu við viðskiptavini og innleiða stefnumótun sem færir þau nær markmiðum Avis Budget Group í alþjóðlegu samhengi.“
05.10.2017
Nýtt húsnæði Avis
Nýlega opnuðum við glænýtt húsnæði í Vatnagörðum við Sæbraut þar sem skilastöð, þvottur, verkstæði og skrifstofur Avis og Budget verða til húsa. Í tilefni þess héldum við innflutningsteiti fyrir viðskiptavini og samstarfsfélaga sem fögnuðu með okkur áfanganum.
Í Holtagörðum verður áfram útleiga og söluskrifstofur.
Loftmyndin hér til hægri sýnir vel nýja húsnæðið sem við erum ákaflega stolt af.
26.03.2017
„Án stuðnings frá fólki og fyrirtækjum væri þetta ekki hægt“
Alp hf. er stoltur styrktaraðili að þátttöku Viktors Arnar Andréssonar í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocus d'Or, sem haldin var í Frakklandi í janúar. Hann náði bronsverðlaununum sem er glæsilegur árangur í keppni á milli færustu matreiðslumanna í heimi.
Viktor Örn kom við á dögunum og færði Vilhjálmi Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Alp hf., þakklætisvott fyrir stuðninginn.
„Keppnin er gríðarlega kostnaðarsöm. Undirbúningur og framkvæmd hleypur á milljónum hjá þátttakendum sem oftar en ekki þurfa að greiða mest sjálfir. Án stuðnings frá fólki og fyrirtækjum væri þetta ekki hægt," segir Viktor Örn.
10.03.2017
Bætt umferðaröryggi er forgangsmál
Það er liður í stefnu Avis að stunda ábyrga ferðaþjónustu og vinna markvisst að bættu umferðaröryggi á íslenskum vegum og ferðamannastöðum. Í takt við umræðu undanfarinna vikna um hættuna sem skapast þegar ferðamenn leggja bílum sínum á miðjum vegi, ætlum við setja speglahanka í alla bílaleigubíla fyrirtækisins með skýrum skilaboðum um hvernig skuli fylgja settum umferðarreglum og forðast slíkar aðstæður.Á hönkunum má sjá slagorðið „BE SMART – BE SAFE“ og leiðbeinandi upplýsingar um hvernig leggja eigi bílnum á öruggan máta.
„Með auknum fjölda ferðamanna, allt árið um kring, eykst ábyrgð okkar að upplýsa viðskiptavini okkar um umferðaraðstæður og reglur með skýrum og markvissum hætti. Það er algjört forgangsmál hjá okkur. Með speglahönkunum erum við að bæta við þá upplýsingagjöf sem fyrir er og skerpa á áherslunum,“ segir Jóhanna Benediktsdóttir, Markaðsstjóri Avis.
15.2.2017
Nú er hægt að fá rafbíl í skammtímaleigu
Á leigustöð okkar við Flugvöllinn í Reykjavík er nú hægt að leigja rafbílinn Nissan Leaf í skammtímaleigu. Bílarnir eru vinsælustu rafbílar í heimi, með um 160 km hámarksdrægni á fullri rafhlöðu og eru fullkomnir í innanbæjarsnattið. Innifalið í skammtímaleigu eru 100 km á dag.
Einnig höfum við sett upp hraðhleðslustöð við flugvöllinn þar sem hægt er að fylla á bílinn viðskiptavinum okkar að kostnaðarlausu.
06.02.2017
Alp hf. undirritar yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu
Alp hf. var eitt af þeim 250 fyrirtækjum sem undirrituðu yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu þann 10. janúar síðastliðinn í Háskólanum í Reykjavík.
Um hvatningarverkefni er að ræða á vegum Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenska ferðaklasans um að fyrirtæki tengd ferðaþjónustu sammælist um aukna samfélagsábyrgð og vinni markvisst að aukinni sjálfbærni í greininni. Sjá nánar um verkefnið á vef Festu.
Á meðfylgjandi mynd eru Vilhjálmur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sölu – og markaðssviðs Alp hf. og Forseti Íslands og verndari verkefnisins, Guðni Th. Jóhannesson við undirritun yfirlýsingarinnar.
13.01.2017
Nú bjóðum við upp á rafmagnsbíla í langtímaleigu
Avis bílaleiga vinnur að stöðugum umbótum til þess að draga úr þeim umhverfisáhrifum sem rekstur bílaleigu hefur í för með sér og er markmiðið að auka hlutfall rafbíla í flotanum. Nú býður Avis upp á rafmagnsbíla í langtímaleigu.
„Við hjá Avis bílaleigu viljum leggja okkar af mörkum í þessum efnum og höfum nú þegar aukið úrval og fjölda rafmagnsbíla í okkar flota,“ segir Vilhjálmur Sigurðsson framkvæmdastjóri Markaðs-og sölusviðs Avis.
Undirbúningsvinna er nú þegar hafin við að setja upp hleðslustöðvar fyrir framan höfuðstöðvar Avis í Holtagörðum og á Reykjavíkurflugvelli, til viðbótar við þær 13 hraðhleðslustöðvar sem fyrir eru á vegum Orku Náttúrunnar um land allt.
Nánari upplýsingar eru að finna HÉR sem og starfsfólk Avis svarar öllum fyrirspurnum í síma 591 4000 eða tölvupósti avis@avis.is.
10.01.2017
Avis fjárhagslega hagkvæmastir í útboði Ríkiskaupa
Avis hefur samið við Ríkiskaup um að bjóða rúmlega 300 opinberum fyrirtækjum bílaleiguþjónustu á kostakjörum. Rammasamningurinn er gerður í kjölfar útboðs sem Ríkiskaup stóð fyrir fyrr á árinnu og var Avis með lægsta tilboðið.
Ríkiskaup, fyrir hönd ríkisins, stendur fyrir útboði annað hvert ár um bílaleiguþjónustu til opinberra fyrirtækja. Þetta er gert til þess að skapa samkeppnishæfan vettvang fyrir bílaleiguþjónustu í landinu og til að auðvelda ríkisfyrirtækjum að velja hagkvæmustu leiðina við val á bílaleigubílum.
Í ár bauð Avis bílaleiga lægst í útboðinu og munaði töluverðu á milli tilboða.
"Við leggjum áherslu á að bjóða ríkisfyrirtækjum góðan afslátt af almennri gjaldskrá og erum auk þess góður valkostur vegna þess að við fylgjum ábyrgri umhverfisstefnu og uppfyllum vistvæn skilyrði útboðsins," segir Vilhjálmur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sölu - og markaðssviðs Avis. Á vefsíðu Ríkiskaupa er sértaklega tekið fram að við gerð útboðs sé unnið eftir stefnu ríkisstjórnarinnar um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur og ávallt sé leitað bestu leiða til að draga úr umhverfisáhrifum opinberrar starfsemi.
Á meðfylgjandi mynd eru Vilhjálmur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sölu - og markaðssviðs Avis og Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa við undirritun samnings í nóvember sl.
30.12.2016
Alp hf. styrkir Samhjálp og Landsbjörg
Alp hf. hefur undanfarin ár styrkt góð málefni skömmu fyrir jól í stað þess að senda jólakort eða gjafir til viðskiptavina sinna. Í ár var ákveðið að styrkja Landsbjörg og Samhjálp og fær hvort um sig 500.000 krónur.
Vilhjálmur Sigurðsson, framkvæmdastjóri, afhenti Jóni Svanbergi Hjartarsyni, framkvæmdastjóra Landsbjargar og Verði Leví Traustasyni, framkvæmdastjóra Samhjálpar, peningagjafirnar í dag ásamt fríðu föruneyti samstarfsfólks.
Það er okkur sönn ánægja að geta lagt okkar að mörkum til að styðja við þeirra góða starf.
22.12.2016