Welcome to Avis

Yfirlýsing í ljósi umræðu um kílómetrastöðu bíla

Avis bílaleiga vill taka það fram vegna umfjöllunnar undanfarna daga þar sem kom fram að bílaleiga hefur fært niður akstursmæla bifreiða sem það seldi frá sér að Avis fordæmir slík vinnubrögð sem eru ólögleg og óverjandi. Avis hefur aldrei og mun aldrei stunda vinnubrögð sem þessi og vill fullvissa alla sína viðskiptavini um að aldrei hefur verið átt við kílómetramæla í bílum sem eru í útleigu hjá fyrirtækinu né þeim sem seldir hafa verið frá fyrirtækinu. Allar útleigur eru rekjanlegar í gegnum þá samninga sem gerðir hafa verið og þar má sjá skýrt hver kílómetrastaða hvers bíls er á hverri stundu. 

Avis leggur metnað sinn í að bjóða viðskiptavinum góða vöru og þjónustu og þar skiptir sköpum að tryggja öryggi í bifreiðum sem eru í boði hjá fyrirtækinu og það á líka við þegar þeir eru seldir eftir leigutíma. Bifreiðar Avis eru yfirfarðar í hvert skipti sem leigutímabili lýkur og það má því segja að eftirlit bílanna sé meira en gengur og gerist hjá almenningi og því bílarnir oftar en ekki í betra ásigkomulagi þegar þeir fara á sölu en almennt gerist. Það er lykilatriði til að tryggja áframhaldandi viðskipti og tryggja samkeppnishæfni fyrirtækisins.

Avis starfar með alþjóðlegu vörumerki Avis International og starfar samkvæmt gæðastöðlum og gæðakröfum þeirra.

Það er ljóst að sú háttsemi sem höfð hefur verið uppi við að færa niður kílómetrastöðu í bílaleigubílum sem fara í endursölu hefur neikvæð áhrif á heildarstarfsemi bílaleiga sem hafa verið grunnstoð í uppbyggingu ferðamannaiðnaðarins á Íslandi undanfana áratugi og verið leiðandi afl í að dreifa ferðamönnum um allt landið.
 

16.02.2019