Welcome to Avis

COVID-19

Ráð til viðskiptavina okkar vegna COVID-19 veirunnar

Seinast uppfært 06/04/2020

Á þessum tíma þar sem allar fréttaveitur fylgjast grant með framvindu mála Kórónaveirunnar, viljum við koma því á framfæri að við nýtum allar varúðarráðstafanir til þess að gæta öryggis ykkar, og aukum þess vegna sveigjanleika þegar kemur að bókunum.

Öryggi viðskiptavina okkar og stafsfólks skiptir okkur gríðarlegu máli og við fylgjust náið með framvindu mála og nýtum allar ráðlagðar ráðstafanir frá WHO, World Health Organisation og yfirvöldum varðandi útbreiðslu vírusins. Markmið okkar er að tryggja að við mætum þörfum viðskiptavina okkar á sama tíma og við gætum öryggis ykkar og starfsmanna okkar.

 

Vinsamlegast sjá tímabundna opnunartíma okkar vegna COVID-19, sem gildir til 30. apríl, eins og nú

Opið er í þjónustuveri alla vrika daga frá kl 08:00 til 16:00, um helgar frá kl 08:00 til 12:00

Á Arnarvöllum í Reykjanesbæ er opið alla daga frá kl 06:00 til 16:00

Á Keflavíkurflugelli er opið alla daga frá kl 06:00 til 16:00

Akureyri - Flugvöllur og Hvannavellir 14 eru opið frá kl 08:00 til 17:00, eru lokuð um helgar  

Bilanasími
Vegna bilana í bílaleigubíl frá Avis, vinsamlegast hringið 824 4000

Opið frá kl. 08:00 til 16:00 

Vinsamlegast hafið samband við þjónustuver í síma 591 4000 til að fá frekari upplýsingar.

Athugið að opnunartími getur breyst, breytingar verða auglýstar þegar þeim er beitt.

 

Hvað skal ég gera ef COVID-19 veirufaraldurinn hefur áhrif á bókunina mína?

Við gerum okkar besta til þess að styðja og aðstoða viðskiptavini okkar vegna þessa. Ef þú ert nú þegar búin/nn að bóka bíl og veirufaraldurinn hefur áhrif á bókunina þína, þá getur þú afbókað samkvæmt þessum skilmálum.

*Afbókunargjöld á staðgreiðslubókunum (Borgað við afhendingu) sem veiran hefur áhrif á verða felld niður.

*Afbókunargjöld á fyrirframgreiddum bókunum (Borgar fyrirfram) sem veiran hefur áhrif á verða felld niður.

Þeir viðskiptavinir sem hafa bókað í gegnum þriðja aðila (T.d. ferðaskrifstofu) eru beðin um að hafa beint samband við þann þjónustuaðila.

 

Hvað með bókanir sem eru ekki beintengdar Koronavírus takmörkunum?

Með auknum sveigjanleika á öllum bókunum, þá geturu breytt eða afbókað án endurgjalds öllum bókunum innan evrópu sem eiga að hefjast fyrir 1. September 2020.

Fyrir bókanir sem eiga að hefjast eftir þann tíma, þá hefuru upp að 72 tímum áður en að bókun hefst til að breyta eða afbóka án endurgjalds.

Til þess að breyta bókunum vinsamlegast hafið samband við bókunarteymið okkar í gegnum netfang: avis@avis.is eða í gegnum síma 591 4000.

 

Stendur AVIS í auknum varúðarráðstöfunum til þess að sporna á móti dreifingu COVID-19 veirunnar?

Við fylgjumst vel með öllum upplýsingum, ráðum og leiðbeiningum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (e. WHO) til þess að hamla breiðslu veirunnar.

Til þess að vernda viðskiptavini og starfsfólk okkar hvetjum við alla til reglulegs handþvottar og notkun sótthreinsiefna þegar kostur er á. Við notum nú einnig sótthreinsandi efni við bílaþvott.

Við ráðleggjum viðskiptavinum okkar að fylgjast náið með nýjustu færslum Alþjóðaheilbrigðisstofnaninnar og Embætti landlæknis

 

06.04.2020

Yfirlýsing í ljósi umræðu um kílómetrastöðu bíla

Avis bílaleiga vill taka það fram vegna umfjöllunnar undanfarna daga þar sem kom fram að bílaleiga hefur fært niður akstursmæla bifreiða sem það seldi frá sér að Avis fordæmir slík vinnubrögð sem eru ólögleg og óverjandi. Avis hefur aldrei og mun aldrei stunda vinnubrögð sem þessi og vill fullvissa alla sína viðskiptavini um að aldrei hefur verið átt við kílómetramæla í bílum sem eru í útleigu hjá fyrirtækinu né þeim sem seldir hafa verið frá fyrirtækinu. Allar útleigur eru rekjanlegar í gegnum þá samninga sem gerðir hafa verið og þar má sjá skýrt hver kílómetrastaða hvers bíls er á hverri stundu. 

Avis leggur metnað sinn í að bjóða viðskiptavinum góða vöru og þjónustu og þar skiptir sköpum að tryggja öryggi í bifreiðum sem eru í boði hjá fyrirtækinu og það á líka við þegar þeir eru seldir eftir leigutíma. Bifreiðar Avis eru yfirfarðar í hvert skipti sem leigutímabili lýkur og það má því segja að eftirlit bílanna sé meira en gengur og gerist hjá almenningi og því bílarnir oftar en ekki í betra ásigkomulagi þegar þeir fara á sölu en almennt gerist. Það er lykilatriði til að tryggja áframhaldandi viðskipti og tryggja samkeppnishæfni fyrirtækisins.

Avis starfar með alþjóðlegu vörumerki Avis International og starfar samkvæmt gæðastöðlum og gæðakröfum þeirra.

Það er ljóst að sú háttsemi sem höfð hefur verið uppi við að færa niður kílómetrastöðu í bílaleigubílum sem fara í endursölu hefur neikvæð áhrif á heildarstarfsemi bílaleiga sem hafa verið grunnstoð í uppbyggingu ferðamannaiðnaðarins á Íslandi undanfana áratugi og verið leiðandi afl í að dreifa ferðamönnum um allt landið.
 

16.02.2019