Hleðsla rafbíla
CLICK HERE FOR ENGLISH VERSION
Notkun rafbíla á íslandi er afar umhverfisvæn vegna þeirrar grænu orku sem hér er framleidd.
Það eru nokkrar mismunandi leiðir til að hlaða rafbíla og hefur hver leið sína kosti og galla. Kynntu þér málið og sjáðu hvaða leið hentar þér best.
Greiðsla
Flestar hleðslustöðvar á Íslandi notast við app eða lykil til auðkenningar fyrir notkun og það er mismunandi á milli þjónustuaðila hvaða aðferð er notuð.
Við mælum með því að þú sækir tvö öpp í símann þinn til þess að tryggja þér gott aðgengi að raforku.
- Með Ísorku þarftu aðeins að sækja appið þeirra og þú getur byrjað að hlaða.
- Með Orku Náttúrunnar sækir þú um lykil sem þú notar til þess að virkja hleðslustöðvar þeirra.
Gerðir tengla
Type 2 tengillinn býður upp á 22 kW hleðsluhraða og er sá algengasti á Íslandi. Allir okkar bílar eru útbúnir þessum tengli.
CCS styður allt að 350 kW hleðsluhraða og er að verða sá algengasti í heimi. Tengillinn er viðbót við Type 2 tengilinn.
CHAdeMO styður allt að 100 kW hleðsluhraða og er algengur á Íslandi.
Gerðir kapla
Mode 2 (Vegghleðsla) er styður allt að 3,7 kW hleðsluhraða og hentar því tengitvinnbílum vel í næturhleðslu.
Mode 3 (Heimahleðsla) styður allt að 22 kW hleðsluhraða og hentar því rafbílum vel í næturhleðslu.
Mode 4 (Hraðhleðsla) styður allt að 350 kW hleðsluhraða og hentar því rafbílum vel á ferðinni.
Type 2 |
CCS Hraðhleðsla |
CHAdeMO Hraðhleðsla |
![]() |
![]() |
|
Mode 2 Vegghleðsla |
Mode 3 Heimahleðsla |
Mode 4 |
![]() |
![]() |
|