Algengar spurningar
Finndu svör við algengum spurningum um notkun rafbíla
Við viljum gera orkuskiptin eins þægileg og mögulegt er fyrir viðskiptavini okkar. Kynntu þér svörin við spurningunum hér að neðan og vertu klár í slaginn!
Hvernig hleð ég rafbíl?
Raf- og tengitvinnbíla er hægt að hlaða heima eða á hleðslustöð þegar þú ert á ferðinni. Nokkur dæmi eru:
- Með vegghleðslusnúru í 16A veggtengil.
- Með hleðslukapli í heimahleðslustöð.
- Með hleðslukapli í almenna hleðslustöð.
- Með áföstum kapli í hraðhleðslustöð.
Hversu langan tíma tekur það að hlaða rafbíl?
Það fer eftir gerð bíla og hvaða aðferð er notuð. Þú getur fullhlaðið rafbíl yfir nótt eða skotið á hann á hraðhleðslustöð. Nokkrir þættir sem hafa áhrif eru:
- Valin aðferð
- Heildarstærð rafhlöðu
- Hámarks hleðsluhraði bíls
- Hiti rafhlöðu
Hver er almenn drægni rafbíla?
Drægni munar á milli mismunandi gerða rafbíla og aðrir utanaðkomandi þættir hafa einnig áhrif. Rafbílar geta almennt keyrt hundruði kílómetra en tengitvinnbílar aðeins nokkra tugi á hleðslu. Það sem hefur áhrif er:
- Aksturslag ökumanns
- Hitastig rafhlöðu
- Gerð vegar
- Veður (Útihiti og vindur)
- Þyngd bíls (Farþegar og farangur)
- Notkun aukabúnaðar (Miðstöð, útvarp, o.s.fr.)
Hvað kostar að hlaða rafbíl?
Í stað þess að borga fyrir hvern líter, þá borgar þú fyrir hvert kílóvatt og stundum mínútugjald með því. Raforka er yfirleitt þónokkuð ódýrari en aðrir orkugjafar en verði munar á milli:
- Þjónustuaðila
- Gerð hleðslustöðva
- Tíma dags
- Greiðslumáta
Hvernig borga ég fyrir hleðslu?
Hver og einn þjónustuaðili er með sína eigin greiðslugátt.
Bein viðskipti við þjónustuaðila með notkun lykils eða apps eru yfirleitt ódýrari en viðskipti í gegnum reikiveitur. Við mælum með því að þú sækir Ísorku appið og sækir um hleðslulykil ON.
Hvað gerist ef ég verð rafmagnslaus?
Sé það tvísýnt hvort þú drífir á næstu hleðslustöð getur þú hámarkað drægni með því að kveikja á Eco akstursstillingu (ef tiltæk), slökkva á aukabúnaði og með því að halda jöfnum aksturshraða.
Tæmist rafhlaðan verður þú að tilkynna AVIS Bílaleigu. Bílinn þarf þá að flytja á næstu hleðslustöð með sérstökum flutningabíl. Leigutaki er ábyrgur fyrir öllum tilheyrandi kostnaði vegna flutninga og hleðslu.