Avis og Zipcar
Með því að gerast meðlimur opnast margar dyr!
Með því að hafa Zipbíla fyrir utan fyrirtæki getur starfsfólk með auðveldu móti sótt fundi eða sinnt erindum án þess að fyrirtækið sjálft þurfi að eiga bílinn með öllum þeim kostnaði og tíma sem því fylgir. Með því að skrá starfsmann sem meðlim fær hann einnig aðgang að öllum Zipbílum í borginni og getur því einnig zippast í sínum frítíma á sínum eigin kostnaði. Með þessu móti hvetur fyrirtækið starfsmenn sína að velja bíllausan lífstíl. Bensín, viðhald og tryggingar eru innifaldar í keyrslugjaldinu auk 55 km á klukkutíma. Það er frjálst val hvort fyrirtækið greiði fyrir starfsfólk (sbr. samgöngustyrkur) eða ekki. Snilldin við Zipbíla er að það er aðeins greitt fyrir notkunina – ef bíllinn er ekki notaður þá borgar maður ekki.
Þau fyrirtæki sem velja Zipbíla fá sérsniðin kjör að þeirra þörfum og reikningar sendast sjálfkrafa. Leigubílakvittanir, nótur og aðrar flóknar endurgreiðslur verða óþarfar. Svo ekki sé talað um allt annað vesen sem felst í því að reka bíl.
Sjá nánar á eftirfarandi slóð: HÉR