Tæknin
WiFi í bílinn
Þráðlaust mótald í bílinn sér um ótakmarkað internetsamband fyrir allt að 10 manns í einu. Hægt er að tengja síma, spjaldtölvur, fartölvur eða önnur tæki.Þú getur breytt farartækinu í skrifstofu á hjólum með góðri 4G-nettengingu og getur áhyggjulaust sent kynningar, skjöl og tölvupósta án þess að eiga í hættu að fá himinháann reikning fyrir gagnanotkun. Ótakmarkað niðurhal.
Ertu að ferðast með börn í bílnum? Með góðri internettengingu er hægt að horfa á myndir á netinu, þræða leikjasíður eða annað skemmtilegt. Eldri börnin komast greiðlega á samfélagsmiðlana og ferðalagið verður ánægjulegra fyrir alla.
Getur einnig nýtt þér GPS-staðsetningartæki og komist örugglega og auðveldlega á leiðarenda.
GPS-staðsetningartæki
Með gps-tæki færðu nákvæmt og ítarlegt vegakort í lit, upplesna leiðsögn á 8 tungumálum og öruggar akstursleiðbeiningar sem koma þér á leiðarenda.
Tækið minnir þig á hámarkshraða á vegum og er með íslenskum bókstöfum svo hægt sé að finna staði með séríslenskum stöfum (t.a.m. Þingvellir).
Mjög einfalt í notkun; þú einfaldlega stingur tækinu í samband í bílnum og ekur af stað.