Barnabílstólar
Sitja allir örugglega?
Ekkert skiptir okkur meira máli en öryggi barna okkar.Hjá Avis getur þú valið úr úrvali barnabílstóla sem hæfir aldri og hæð barns. Allir okkar stólar uppfylla evrópskar öryggiskröfur samkvæmt reglum ECE R44 um öryggis- og verndunarbúnað fyrir börn. Mundu að óska eftir barnabílstól ef þú ferðast með barn í bílnum.
Það er ekkert mál að bæta við barnabílstól þegar bókað er á netinu. Þegar þú hefur valið bílinn sem þú ætlar að leigja, er boðið upp á að bæta við aukavörum og þjónustu. Kostnaðurinn við aukabúnað birtist í pöntunarferlinu.
Ef þú ert ekki viss um hvaða stærðarflokk skuli velja, þá eru frekari upplýsingar hér neðar:
Ungbarnabílstóll
Þyngd: Börn frá 0 til 13 kg (u.þ.b. 0 - 12 mán. gömul)- Fimm punkta belti sem býður upp á meira öryggi.
- Extra bólstraður til að verja viðkvæmt bak ungabarna.
- Ungbarnainnleggið virkar þannig að barnið er í meiri liggjandi stöðu frekar en sitjandi sem eykur þægindi barnsins.
- Stóllinn er auðfestur í bílinn, með þriggja punkta bílbelti í aftursæti.
- Þrjár stillingar á handfangi.
Barnabílstóll
Þyngd: Börn frá 9 til 18 kg (u.þ.b. 9 mánaða - 4 ára)- Fimm punkta belti sem býður upp á meira öryggi.
- Hægt að halla stólnum án þess að trufla barnið.
- Stóllin er auðfestur í bílinn, með þriggja eða tveggja punkta bílbelti í aftursæti.
- Djúpar, mjúkar hliðar veita hámarkshliðarvörn.
Barnabílstóll fyrir stærri börnin
Þyngd: Börn frá 15 til 36 kg og undir 135 cm hæð (u.þ.b. 4 - 11 ára)- Djúpar, mjúkar hliðar veita hámarks hliðarvörn.
- Stillanleg axlabelti.
- Stóll festist með þriggja punkta bílbelti í aftursæti.
- Stillanlegur höfuðpúði
Bílsessa
Þyngd: Börn frá 22 til 36 kg og undir 135 cm hæð ( u.þ.b. 4 - 11 ára)- Létt og auðveld í notkun
- Festist með þriggja punkta bílbelti í aftursæti.