Svona virkar Avis Preferred fyrir þig
Hvernig virkar Avis Preferred - forgangsþjónustan?
Avis Preferred er forgangsþjónusta og fríðindaklúbbur fyrir meðlimi. Viltu vera með? Það er einfalt, fljótlegt og þér að kostnaðarlausu.Við höfum sérsniðið þjónustuna sérstaklega að þér; meðlimir geta unnið sér inn fríar helgarleigur, fengið hraðari þjónustu, notið sértakra afsláttarkjara og haft betra aðgengi að bestu bílunum okkar í hverjum bílflokki.
Til þess að skrá þig í Avis Preferred – forgangsþjónustu, þarftu að gefa upp ökuskirteinis- og kreditkortanúmerið ásamt því að gefa upp virkt tölvupóstfang þar sem hægt er að koma upplýsingum áleiðis til þín.
Leiguskilmálar í því landi sem viðskiptin fara fram í gilda og þarf meðlimur því að uppfylla þá leiguskilmála þar koma fram, m.t.t. aldurs ökumanns, hversu lengi viðkomandi hefur verið með ökuréttindi o.fl.
Það getur verið að fyrirtæki hafa sett sér ferðaskilmála fyrir starfsfólk sitt sem leyfir ekki fríðindaávinnslu Avis Preferred sem og annarra – en það er ávallt hægt að njóta forgangsþjónustuna engu síður. Vinsamlegast fáið upplýsingar hjá viðskiptastjóra ykkar í síma 591 4000.
SKRÁ MIG
Því oftar sem þú leigir, því meiri fríðindi
Með Avis Preferred - forgangsþjónustu getur þú flýtt fyrir þér á ferðalaginu. Sem meðlimur þarft þú einungis að framvísa ökuskírteininu þínu,sækja bíllyklana og aka af stað.Horfðu á myndbandið hér til hliðar og sjáðu hversu einfalt þetta er.
Svo byrjar þú að njóta!
SKRÁ MIG Í AVIS PREFERRED
Tryggðarþrepin okkar þrjú
Svona virkar þetta: Skráðu þig í Avis Prefferred – forgangsþjónustu á avis.is.Þú færð úthlutað sérstöku Avis Preferred – viðskiptamannanúmeri og ert kominn með aðgang að Mínum síðum á vefsíðunni þar sem þú skráir þig inn næst þegar þú leigir hjá okkur.
Þú munt einnig fá plastkort sent til þín í pósti skömmu eftir skráningu með viðskiptamannanúmerinu.
Leigðu hjá okkur bíl* innan 60 daga frá skráningu og þú munt sjálfkrafa fá 100 evru – viðbót inn á viðskiptasögu þína sem verður sýnilegt á Mínum síðum innan 5 virkra daga frá því að þú skilar bílaleigubílnum. Með þessu nálgast þú hraðar næsta tryggðarþrep hjá okkur.
Leigir þú aftur innan 12 mánaða frá skráningu (samtals tvær leigur innan 12 mánaða) færðu sent tvö gjafabréf sem þú getur nýtt þér næst. Annað gjafabréfið er fyrir frírri uppfærslu um einn bílflokk og hitt gjafabréfið býður þér 15 evru – afslátt af næstu leigu hjá okkur.
Þriðja leigan hjá þér veitir þér gjafabréf upp á fría helgarleigu að litlum eða meðalstórum fólksbíl.
Ef þú leigir hjá okkur fimm sinnum eða oftar (að andvirði 1.000 evra eða meira) innan árs færist þú um eitt tryggðarþrep og ert þá búinn að ná þeim skilyrðum til að komast í Avis Preferred Plus – þrepið. Þetta þýðir að þú njótir ávallt ókeypis uppfærslu um einn bílflokk í hvert sinn sem leigir hjá okkur** ásamt því að þú þarft ekkert að greiða fyrir auka ökumann. Þar að auki nýtur þú forgangs að bestu og nýjustu bílunum okkar í hverjum bílflokki. Í þriðju leigunni (eftir að þú færðist upp í tryggðarþrepið Avis Preferred Plus), færðu aftur gjafabréf sent til þín í tölvupósti að frírri helgarleigu.
Eftir tíu leigur (að andvirði 2.000 evra eða meira) færist þú upp í efsta tryggðarþrepið: Avis President Club. Í þessu tryggðarþrepi nýtur mestu og bestu fríðindanna. Þú getur alltaf uppfært þig um einn bílflokk og jafnvel tvo bílflokka um helgar** þér að kostnaðarlausu, þarft ekkert að greiða fyrir auka ökumann og við tryggjum þér bíl í bílflokknum sem þú pantar ef þú bókar innan 48 klst. Þar að auki færð þú fría helgarleigu aftur eftir þriðju leigu þessa þreps.
Já takk, ég vil vera með!
*Almennur fólksbíll eða jeppi. Gildir ekki um sendibíla eða smárútur.
** Háð því að bílar séu lausir á tilteknum tíma og á tiltekinni leigustöð.
Fylgstu með viðskiptasögu þinni og hafðu yfirsýn yfir bókanir þínar
Um leið og þú skráir þig inn í Mínar síður getur þú fylgst með bókunum þínum og viðskiptasögu (fjölda og upphæð). Ef þú telur að einhverjar leigur hafa ekki ratað inn í Avis Preferred og eru ekki með í talningunni að næsta tryggðarþrepi, getur þú bætt þeim hæglega við þar eða sent okkur fyrirspurn í gegnum kerfið. Þetta er gluggi þinn að bókunum þínum, hvernig þú ert skráður hjá okkur í viðskiptamannagrunninn og heildaryfirlit yfir viðskipti þín hjá okkur.Við mælum með að þú skráir þig á Mínar síður svo þú getir haft yfirsýn yfir persónuupplýsingar og viðskiptasögu. Ef þú ert nú þegar meðlimur, þá getur þú tengt Avis Preferred upplýsingarnar við Mínar siður hér.
Ef þú hefur einhverjar spurningar um skráningu og utanumahald í Avis Preferred, vinsamlegast hafðu samband við þjónustuver í síma 591 4000.